Leikhúsmál.
Leikhúsmál 32. þáttur - Dagskrá Act alone 2022

Leikhúsmál 32. þáttur - Dagskrá Act alone 2022

July 7, 2022

Þessi þáttur Leikhúsmála verður einstakur, því í þættinum verður dagskrá hinnar einstöku leiklistarhátíðar Act alone tilkynnt. Act alone er langelsta leiklistarhátíð á Íslandi var stofnuð af Kómedíuleikhúsinu árið 2004. Actið var fyrst haldið á Ísafirði en fluttist búferlum til Suðureyrar árið 2012 hvar Actið hefur verið haldið síðan. Act alone fer fram dagana 4. – 6. ágúst. Boðið verður upp á yfir 20 viðburði og takið eftir; það er frítt á alla viðburði. Já, Actið er alveg einstakt.

Leikhúsmál 31. þáttur - Fjölnir Baldursson kvikmyndagerðarmaður og kvikmyndahátíðin PIFF.

Leikhúsmál 31. þáttur - Fjölnir Baldursson kvikmyndagerðarmaður og kvikmyndahátíðin PIFF.

June 30, 2022

Gestur þáttarins að þessu sinni er Fjölnir Baldursson, kvikmyndagerðarmaður og hátíðarhaldari. Hann hefur þó leik á því að segja okkur frá leiklistarbrölti sínu í æsku hvar hann samdi m.a. leikrit um Sparkverja. Fjölnir stofnaði kvikmyndahátíðina PIFF á Ísafirði sem var haldin fyrsta sinni í fyrra, 2021, og verður PIFF haldin núna í ár um miðjan október á Ísafirði. Hann segir okkur frá hátíðinni og einnig frá eigin kvikmynda verkefnum.

Leikhúsmál 30. þáttur - Kómedíuleikhúsið, seinni hluti.

Leikhúsmál 30. þáttur - Kómedíuleikhúsið, seinni hluti.

June 23, 2022

Við höldum áfram þar sem frá var horfið í 27. þætti Leikhúsmála að rekja sögu Kómedíuleikhússins. Við heyrum af leiksiglingum leikhússins með verk sín. Af sigrum sem og ósigrum. Saga leikhússins er sannlega eins og leikhúsgrímurnar tvær. Einnig heyrum við topp 11 listann yfir mest sýndu verk Kómedíuleikhússins.

Leikhúsmál 29. þáttur - Sumar- og Söguleikhús Kómedíuleikhússins.

Leikhúsmál 29. þáttur - Sumar- og Söguleikhús Kómedíuleikhússins.

June 16, 2022

Það verður sannlega mikið leiksumar fyrir vestan í sumar. Kómedíuleikhúsið stendur fyrir sínu árlega Sumarleikhúsi í Haukadal í Dýrafirði. Sýning ársins er Listamaðurinn og fáum við að heyra af verkinu og flutt verður brot úr því. Kómedíuleikhúsið er einnig að bæta við sig leikhúsi þetta sumarið sem er Söguleikhús Kómedíuleikhússins í Salthúsinu á Þingeyri. Sýning ársins í Söguleikhúsinu er Nansen á Þingeyri. Sagt verður frá verkinu og flutt brot úr því. Vestrið eina er sannlega staður sumarsins fyrir leikhúsunnendur.

Leikhúsmál 28. þáttur -  Einar Mikael, seinni hluti.

Leikhúsmál 28. þáttur - Einar Mikael, seinni hluti.

June 9, 2022

Þá er hann mættur í Leikhúsmál á ný hinn töfrandi listamaður Einar Mikael. Hann segir okkur af verkefni sínu, Draumasmiðjan, sem unnin er með æsku Þingeyrar. Einnig frá stórverkefni sem er nú að hefjast á Patreksfirði, eða Patreksborg einsog sumir nefna staðinn, er nefnist Töfrahöllin. 

Leikhúsmál dagsins eru því helguð draumum og töfrum sem fara einstaklega vel saman.

Leikhúsmál 27. þáttur - Kómedíuleikhúsið, fyrri hluti.

Leikhúsmál 27. þáttur - Kómedíuleikhúsið, fyrri hluti.

June 2, 2022

Betra seint en ekki.

Þá er loks komið að því að segja sögu leikhússins er stendur fyrir þessu hlaðvarpi, Kómedíuleikhúsinu. Leikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða og hefur starfað þar í 21 ár. Við heyrum af upphafi þessa leikævintýrs og fyrstu Kómedíuárunum í þessum fyrri hluta Kómedíusögunnar.

Leikhúsmál 26. þáttur -  Brynjólfur og Ísafjörður.

Leikhúsmál 26. þáttur - Brynjólfur og Ísafjörður.

May 26, 2022

Fjölmargir kunnir leikarar eru fæddir á Vestfjörðum. Enn aðrir leikarar eiga ættir að rekja vestur og svo eru það þeir sem hafa átt heima fyrir vestan um stundarskeið. Þar á meðal er Brynjólfur Jóhannesson sem flutti til Ísafjarðar ungur að árum og bjó þar í tæpa tvo áratugi. Á Ísafirði steig hann fyrst á leiksvið og þegar hann flutti suður hófst glæsilegur leikferill hans þar í borg. Í þessum þætti heyrum við af Ísafjarðarárum Brynjólfs.

Leikhúsmál 25.þáttur - Leikhústrúðar.

Leikhúsmál 25.þáttur - Leikhústrúðar.

May 19, 2022

Það hefur löngum viljað loða við umræðuna um trúðalistina að trúðar séu bara klæddir í skrautleg og glansandi föt, beri marglitar hárkollur og séu málaðir í framan. Það er nú ekki reyndin því trúðagerðirnar eru margar. Allt frá þeim amerísku sem eru þessir skrautlegu til sirkustrúða, karaktertrúða og leikhústrúða. Í þessum þætti verður fjallað um síðast nefnda trúðaflokkinn, leikhústrúða.

Leikhúsmál 24. þáttur - Einar Mikael fyrri hluti.

Leikhúsmál 24. þáttur - Einar Mikael fyrri hluti.

May 12, 2022

Töfrar verða í aðalhlutverki Leikhúsmála að þessu sinni. Hinn töfrandi töframaður og hugsjóna mannvera Einar Mikael mætir til viðtals. Hann segir okkur frá því hvernig töfraferilinn hófst og frá svo mörgu fleiru að hann mun aftur mæta til viðtals í Leikhúsmálum síðar.

Leikhúsmál 23. þáttur - Hamlet.

Leikhúsmál 23. þáttur - Hamlet.

May 6, 2022

Þekktasta leikrit allra tíma; Hamlet, eftir William Shakespeare er í aðalhlutverki í Leikhúsmálum að þessu sinni. Ekki að ástæðulausu því nýútkomin er á bók þýðing Ingivaldar Nikulássonar alþýðufræðimanns frá Bíldudal. 

Fjallað verður um þýðingar, sem og sýningar á Íslandi á þessu þekktasta leikverki allra tíma.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App