Episodes
Friday Apr 29, 2022
Leikhúsmál 22. þáttur - Þór Tulinius, leikhúsmaður.
Friday Apr 29, 2022
Friday Apr 29, 2022
Gestur Leikhúsmála að þessu sinni er leikarinn, leikstjórinn og leikskáldið Þór Tulinius. Hann segir m.a. frá afa sínum og stórleikaranum Brynjólfi Jóhannessyni.
Við fáum að heyra af leiklistarnámi Þórs bæði erlendis og hér heima. Síðast en ekki síst heyrum við af hans mörgu og fjölbreyttu verkefnum í leikhúsinu í gegnum áratugina.
Thursday Apr 21, 2022
Leikhúsmál 21. þáttur - Sunneva Elfarsdóttir, hönnuður
Thursday Apr 21, 2022
Thursday Apr 21, 2022
Listaháskóli Íslands er mikilvæg stofnun fyrir mannlíf á Íslandi. Þaðan hafa komið glæstir listamenn á öllum sviðum í gegnum árin. Einn af þeim er Þ. Sunneva Elfarsdóttir hönnuður. Hún segir okkur frá listnámi sínu, fyrst við FB og síðan við LHÍ. Einnig kemur leikhúsið við sögu sem heillaði hana strax á unga aldri.
Thursday Apr 14, 2022
Leikhúsmál 20. þáttur - Gunnhildur Björk Elíasdóttir, leikkona á Þingeyri.
Thursday Apr 14, 2022
Thursday Apr 14, 2022
Leikstarfið á leikhúseyrinni Þingeyri hefur löngum verið gjöfult.
Ein aðalsprautan í leikstarfinu á eyrinni síðustu ár er Gunnhildur Björk Elíasdóttir. Hún segir okkur frá leiklífinu á Þingeyri og í Dýrafirði. Frá leikverki föður hennar; Blóðeitrun, og svo kemur ótal margt fleira sögulegt ,sem og skemmtilegt við sögu.
Thursday Apr 07, 2022
Leikhúsmál 19. þáttur - Gvendur dúllari.
Thursday Apr 07, 2022
Thursday Apr 07, 2022
Margur leikarinn er einstakur en fáir eru jafn einstakir og Guðmundur Árnason, betur þekktur sem Gvendur dúllari, enda fattaði hann upp á eigin list er hann nefndi "dúll" sem var sannlega ekkert dútl. Fjallað verður um þennan einstaka listamann sem heldur betur fetaði sínar eigin leiðir í listinni sem og tilverunni.
Thursday Mar 31, 2022
Leikhúsmál 18. þáttur - Oddur Björnsson.
Thursday Mar 31, 2022
Thursday Mar 31, 2022
Leikhúsmál eru að þessu sinni helguð leikhúsmanninum Oddi Björnssyni. Hann ritaði ekki aðeins einstök leikverk eins og Jóðlíf og 13. krossferðina, heldur var hann og mikilvirkur leikstjóri. Í þættinum verður fjallað um leikhúsheim Odds Björnssonar og fluttar beittar sem kómískar greinar eftir skáldið sjálft.
Thursday Mar 24, 2022
Leikhúsmál 17. þáttur - Leikrit á bók.
Thursday Mar 24, 2022
Thursday Mar 24, 2022
Leikrita útgáfa á bók er í aðalhlutverki Leikhúsmála að þessu sinni. Farið verður frjálslega og með leikandi hætti yfir útgáfusögu leikbókmennta á Íslandi síðustu 125 ár. Leikritin er ratað hafa á bókverk eru margvísleg allt frá örleikritum til einleikja og allt þar í millum og kring.
Thursday Mar 17, 2022
Leikhúsmál 16. þáttur - Leiklist á Þingeyri.
Thursday Mar 17, 2022
Thursday Mar 17, 2022
Þá er loks komið að því að við kynnum okkur sögu leikhúseyrarinnar, Þingeyri hér í Leikhúsmálum. Í þessum þætti verður leiksaga Þingeyrar og Dýrafjarðar rakin allt frá landnámi til nútímans. Við sögu koma m.a. Gísli Súrsson, Kvenfélagið Von, Skugga-Sveinn og leikritið Blóðeitrun.
Thursday Mar 10, 2022
Leikhúsmál 15. þáttur - Ólöf eskimói
Thursday Mar 10, 2022
Thursday Mar 10, 2022
Sviðsafn hennar var Ólöf eskimói og kom hún fram sem slík í Vesturheimi. Dubbaði sig upp sem inúíti og sagði bæði frá lífi og landi sínu; Grænlandi. Hélt rúmlega tvö þúsund fyrirlestra sem voru í raun leiksýning, einleikur. Því aldrei hafði hún til Grænlands komið. Saga hinnar íslensku Ólafar Sölvadóttur í Vesturheimi er engri lík. Það er næsta víst að svona nokkuð getur engin gert nema hafa góða leikhæfileika.
Thursday Mar 03, 2022
Leikhúsmál 14. þáttur - Leikhúsmaðurinn Moliére
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
Það má sannlega segja að hinn franski Moliére hafi verið leikhús frá toppi til táar. Hann var ekki bara leikskáld, heldur einnig leikari, leikstjóri og leikhússtjóri. Í ár eru 400 ár frá hans fæðingu og því upplagt að fræðast um þennan merka leikhúsmann.
Thursday Feb 24, 2022
Leikhúsmál 13. þáttur - Áhorfandinn – Hr. Gunnar Ólafsson
Thursday Feb 24, 2022
Thursday Feb 24, 2022
Það er kominn gestur í Leikhúsmál. Hr. Gunnar Ólafsson frá Kollsvík er mikill hugsjónamaður og hefur unnið mörg kraftaverkin. Hann er mikill unnandi leikhússins og segir okkur frá minnisstæðum stundum í leikhúsinu hér og þar á landinu. Einnig fáum við að heyra af sérlega áhugaverðu verkefni hans í Bolungarvík er nefnist Djúpið.