Episodes
Thursday Feb 17, 2022
Leikhúsmál 12. þáttur - Leikskáldið Óskar Wilde
Thursday Feb 17, 2022
Thursday Feb 17, 2022
Maðurinn sem sagði: "Heimurinn er leiksvið, en það er illa skipað í hlutverkin" á sviðið í Leikhúsmálum að þessu sinni. Orðaskáldið góða er Óskar Wilde er fór sannlega sínar eigin leiðir í lífinu og listinni.
Thursday Feb 10, 2022
Leikhúsmál 11. þáttur - Vestfirskar leikkonur – seinni hluti
Thursday Feb 10, 2022
Thursday Feb 10, 2022
Áfram verður fjallað um leikkonur að vestan í Leikhúsmálum. Í þessum þætti heyrum við af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur frá Bolungarvík, og tveimur ísfirskum, þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Steingerði Guðmundsdóttur.
Tuesday Feb 08, 2022
Leikhúsmál 10. þáttur - Tímaritið Leiklist.
Tuesday Feb 08, 2022
Tuesday Feb 08, 2022
Árin 1994 og 1995 var gefið út alveg einstakt leiklistartímarit. Króinn hét Leiklist, og var hvert tölublað aðeins gefið út í einu eintaki enda bara ætlað einum lesanda. Eðlilega hefur aðeins einn aðili lesið og séð þetta rit. Þangað til núna. Í Leikhúsmálum verður í fyrsta sinni í sögunni lesið fyrir fleiri en einn úr tímaritinu; Leiklist.
Thursday Jan 27, 2022
Leikhúsmál 9. þáttur - Leikaraneminn – Kristófer Logi Tryggvason
Thursday Jan 27, 2022
Thursday Jan 27, 2022
Það er kominn gestur í Leikhúsmál. Að þessu sinni er það ungur leikari, Kristófer Logi, sem var að útkrifast af leiklistarbraut Borgarholtsskóla. Hann segir okkur frá náminu og mörgu fleiru.
Thursday Jan 20, 2022
Leikhúsmál 8. þáttur - Vestfirskar leikkonur – fyrri hluti.
Thursday Jan 20, 2022
Thursday Jan 20, 2022
Vestfirskir listamenn eru fjölmargir og ekki síst í heimi leikhússins. Í þessum þætti verður fjallað um þrjár vestfirskar leikkonur. Þær Áróru Halldórsdóttur frá Ísafirði, Emilíu Jónasdóttur frá Þingeyri og Ernu Sigurleifsdóttur frá Bíldudal.
Thursday Jan 13, 2022
Leikhúsmál 7. þáttur - Shakespeare lestin
Thursday Jan 13, 2022
Thursday Jan 13, 2022
Mörg eru leikskáldin en líklega er sá allra vinsælasti og áhrifamesti William Shakespeare. Í þessum þætti hoppum við um borð í lífslest skáldsins og forvitnumst um þetta mesta leikskáld allra tíma.
Wednesday Jan 05, 2022
Leikhúsmál 6. þáttur - Muggur leikari
Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022
Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar er án efa Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur eins og hann er jafnan kallaður. Færri vita hinsvegar að hann var einnig góður leikari og lék meira að segja í kvikmynd. Í þessum þætti verður sviðsljósinu beint að leikferli Muggs
Thursday Dec 30, 2021
Leikhúsmál 5. þáttur - Áhorfandinn – Annska
Thursday Dec 30, 2021
Thursday Dec 30, 2021
Víst væri leikhúsið lítið án áhorfenda. Nú kemur til okkar í Leikhúsmál góður gestur, Anna Sigríður Ólafsdóttir eða Annska, mikill leikhús- og listunnandi. Annska segir okkur frá þremur eftirminnilegum leiksýningum er hún hefur séð.
Thursday Dec 23, 2021
Leikhúsmál 4. þáttur - Leikrit á hljómplötum.
Thursday Dec 23, 2021
Thursday Dec 23, 2021
Þær eru fleiri en margir halda íslensku hljómplöturnar er innihalda leikrit og eða leikhústónlist. Víst eru barnaleikritin í aðalhlutverki en þó leynast aðrir gullmolar íslenskrar leiklistarsögu innogmillum.
Thursday Dec 16, 2021
Leikhúsmál 3. þáttur - Leikskrár.
Thursday Dec 16, 2021
Thursday Dec 16, 2021
Leikskrár hafa fylgst leikhúsinu lengi og segja sannalega sína sögu. Nú lítum við í leikskrásafn Leiklistarmiðstöðar Kómedíuleikhússins og kynnum okkur íslenskar leikskrár bæði atvinnu- og áhugaleikhúsa.